Vörur

PVC gluggar og hurðir sem endast og endast

Smíðaefnið er sértaklega valið til að standast þær erfiðu kröfur sem íslenskt veðurfar gerir til glugga og hurða, og með faglegri ísetningu má ná endingu sem ekkert annað gluggaefni stenst. Kostir PVC glugga og hurða eru ótvíræðir: ryðga aldrei, þarf ekki að mála, viðhaldslítið, upplitast ekki, öruggari gagnvart innbroti og koma með innbyggðu frárennslikerfi svo eitthvað sé nefnt.

Hafðu samband, fáðu tilboð og veldu viðhaldslítið.
Sími: 510-9700 eða pgv@pgv.is.

PVC efnið

Aukin vitund um nauðsyn þess að vernda umhverfi leiðir til þess að við förum að meta þau áhrif sem framleiðsla og notkun ýmissa byggingarefna hefur á náttúruna.  Gluggaefni eru ef til vill ekki stór þáttur í byggingu mannvirkja en engu að síður þáttur sem ekki má vanmeta.

Gluggar úr PVC-u eru viðhaldslitlar, sem þýðir að þú þarft aldrei að mála þá, þeir ryðga aldrei né fúna og þeir hafa mikla hita og hljóðeinangrun. Útlitsmöguleikar eru óteljandi þar sem þeir eru sérsmíðaðir samkvæmt þínum óskum.  Gluggaefnið kemur frá Deceuninck, Belgíu sem er leiðandi fyrirtæki í PVC framleiðslu og hefur framleitt plastefni frá árinu 1937.

„Kröfur um vistvænar byggingar setja hönnuðum skorður, en hvetja jafnframt til endurskoðunar viðtekinna hefðbundinna aðferða og efnisnotkunar.  Allir sem koma nálægt húsbyggingum verða að huga að hvaða okrka er bundin í framleiðslu byggingarefnis svo sem burðarefna, einangrunnar og klæðninga…“(Árni Friðriksson arkitekt, á ráðstefnu um vistvæna byggingarstarfsemi, Reykjavík nóvember 2002).

Hvað er U-PVC ?

Pólývínýlklóríð (PVC) er þriðja mest notaða plastefnið í heiminum (á eftir PP og PE). Notkunarsvið PVC er einna helst í byggingariðnaði vegna þess hve stíft og sterkt það er og nærir ekki eld. Jafnframt er það mikið notað í heilbrigðisiðnaði vegna þess hve auðvelt er að dauðhreinsa það. Það er mest notað ómýkt (U-PVC) en er notað mýkt (P-PVC) í vörur eins og gólfdúka, sundlaugardúka og baujur).

Endurvinnsla

Ýmsa framleiðslu úr plastefnum er hægt að endurvinna. Bæði glugga, gólf- og þakefni hafa verið endurunnin í mörg ár og einnig einangrun af köplum og margar tegundir plaströra.

SMELLTU HÉR FYRIR TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

PVC GLUGGAR
Gluggar úr PVC eru glerjaðir með 28 mm heildarþykkt á gleri sem eykur einangrun. Útlitsmöguleikar eru óteljandi þar sem þeir eru sérsmíðaðir samkvæmt þínum óskum.
PVC HURÐIR
Rennihurðir, svalahurðir, tvöfaldar vængjahurðir, bílskúrsgönguhurðir, bátahurðir, þvottahúshurðir, hurðir með opnanlegu fagi … það eru engin takmörk á því hvað við getum smíðað fyrir þig.
PVC SÓLSTOFUR OG SVALALOKANIR
Með viðhaldslitlu PVC efni er hægt að smíða traustar og fallegar sólstofur og svalalokarnir sem henta sérstaklega vel fyrir íslenskt veðurfar.
PVC BYGGINGAREFNI
Viðhaldslítið PVC pallaefni, rennur og niðurföll, þakkantsefnið allt á sama stað. Veldu viðhaldslítið og notaðu tíman í eitthvað annað en í viðhald.

TILBOÐSBEIÐNI

Hafðu samband, fáðu tilboð og veldu viðhaldsfrítt.

Bæjarhaun 24, 220 I Opin 9-16 virka daga