Upplýsingar

Af hverju að velja glugga frá PGV Framtíðarform ehf

Hæsta einkunn á slagveðursprófi

Á íslandi eru erfið veðurskilyrði, og því nauðsynlegt að fullvissa sig um að varan sem þú kaupir þolir íslenskt slagveður. Slagveðurspróf Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands prófar glugga við íslenskar aðstæður. Það er afar ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum okkar uppá vörur sem ekki aðeins hafa staðist slíkt próf með hæstu einkunn heldur endast áratugum saman án viðhalds.

Allir póstar bræddir saman

Nýlegur vélarkostur okkar gerir okkur kleift að smíða okkar glugga eftir nútíma aðferðum. Ytri ramminn er ekki aðeins bræddur saman heldur eru millipóstar einnig bræddir við ytri rammann. Engar líkur eru þess vegna á ryðtaumum eða vatnsleka gegnum samskeyti.

Glerjað að innan – öryggisins vegna

Þetta þýðir að glerlistarnir eru að innanverðu og því ómögulegt að spenna þá upp að utanverðu. Þessi smíðalína er sérstaklega vottuð sem öruggari gagnvart innbrotum frá ACPO ( Association of Chief Police Officers) í Bretlandi og húsnæði með svona gluggum kallast “Secured by design”. Læsingarpinnar opnanlegra faga ganga í sitthvora áttina, sem eykur enn á öryggið. Hurðir koma fullbúnar með 7-punkta læsingum.

Hraður afhendingartími

Þar sem við smíðum okkar glugga og hurðir sjálfir er afhendingartími okkar hraðari en gengur og gerist. Í þessu felst ákveðið öryggi, því ef eitthvað kemur uppá þarf ekki að bíða eftir nýrri pöntun í margar vikur.

CE-Vottun

Það er okkur mikilvægt að uppfylla þau ströngu skilyrði sem nútíma byggingareglugerð segir til um. Til þess að ganga alla leið hefur framleiðsla okkar nú hlotið CE-vottun í samræmi við ÍST EN 14351:2006, sem er íslenskur staðall.

Fagmennska

Hvort sem um er að ræða framleiðslu eða ísetningu þá átt þú sem viðskiptavinur okkar fullan aðgang að þekkingu og reynslu okkar. Þess má geta að Iðan Fræðslusetur hefur beðið PGV Framtíðarform ehf að halda námskeið í ísetningum á PVC gluggum fyrir fagmenn um land allt.

PVC er mest selda glugga og hurðarefni í heiminum í dag.

Því ætti ekki að þurfa að sannfæra þig um val á gluggaefni. Valið ætti einungis að standa um hvar þú kaupir viðhaldsfríu gluggana þína.

Bæjarhaun 24, 220 I Opin 9-16 virka daga