Borun á gluggum

Hvernig best er að bora og festa PVC glugga og hurðir

Til að einfalda alla vinnu og gera hlutina sem best, erum við hjá PGV ávallt tilbúin til að aðstoða og veita sem bestu ráðgjöf.  Hér eftir er upptalning á því hvernig best er að bora út og festa glugga.

014

1:  Borað er með 6 mm bor í gegnum miðjan prófíl ef festa á í tré annars 8mm fyrir steinskrúfur.  Síðan er borað með 14mm bor í gegnum efsta yfirborð plasts.

024
025

2: Þegar festa á í tré skal nota 5 x 60 mm tréskrúfu.  Þegar festa skal í stein skal nota 7 x 65-95mm galv. steinskrúfu.

019
027

3: Í föstum glerfölsum skal fylla göt með silikon. Í opnanlegum fögum skal nota 14mm tappa. Tappar fást í 3 litum: hvítir, ljósbrúnnir og dökkbrúnir.

031

4: Milli festinga skal aldrei vera minna en 15 cm og aldrei meira 60 cm.

034
032

5: Hér sést hvar eigi að bora í hurðarkarm læsingarjárnsmegin. Hér má einnig sjá hvar bora skal í hurðakarm lamamegin.

Bæjarhaun 24, 220 I Opin 9-16 virka daga