Umsagnir

Umsagnir viðskiptavina skiptir okkur miklu máli. Með því að hlusta á óskir og kröfur þeirra, tekst okkur að betrumbæta framleiðslu okkar og þannig auka ánægju viðskiptavina PGV til frambúðar.

Við erum fullkomlega ánægð með nýju gluggana og erum mjög sátt við öll samskipti og vinnubrögð PGV Framtíðarforms.
Helga og Sigurður – Álftanesi

Ég er afar sáttur við þjónustuna og vörurnar frá PGV Framtíðarform ehf, og get mælt með þeim.
Þorfinnur Sigurgeirsson – 105 Reykjavík

Ég er mjög ánægður með PGV Framtíðarform, sem dæmi um það þá sendi ég inn mál af fjórum gluggum og tveimur hurðum að morgni og um kl.17.00 sama dag fékk ég svar um að allt væri tilbúið til afgreiðslu.
Guðjón Jónsson – 108 Reykjavík

Gluggarnir eru algjört æði og þeir voru ekkert smá snöggir að setja þá í og gengu vel um – þið fáið 100% meðmæli frá okkur!
Guðrún Magnúsdóttir – 104 Reykjavík

Vörurnar uppfylltu að öllu leiti mínar kröfur og þjónustan jafnast á við það besta sem ég þekki. Ég get mælt með PGV Framtíðarform ehf við hvern sem er.
Einvarður Jósefsson – 170 Seltjarnarnesi

Keypti fyrst 1 glugga til að prufa en 2 árum seinna keypti ég á allt húsið. Finn fyrir meiri hita innanhúss og minni hljóðmengun. Ekkert rask. Kom heim úr vinnu allt klárt og meira segja búið að ryksuga þetta litla sem kom inn í húsið við uppsetningu. 10 af 10 mögulegum fyrir mig.
Ottó Magnússon – 104 Reykjavík

Vörurnar uppfylltu okkar kröfur að fullu leyti. Bæði varðandi gæði og útlit. Góð og persónuleg þjónusta var í boði fyrir okkur.
Steinþór Jónsson – Hótel Keflavík

Gluggarnir uppfylltu mínar kröfur og meira til – finnst þetta koma betur út en ég þorði að vona Þjónustan var til fyrirmyndar og tíminn sem það tók að skipta var ótrúlega stuttur Ég hef nú þegar mælt með PGV Framtíðarform og ég er mjög ánægð með allt ferlið og nú er bara að sjá hvernig gluggarnir eldast.
Katrín – Hrauntungu Kópavogi

Ég er afar sáttur með vörur og þjónustu frá PGV Framtíðarform, og get mælt með þeim og hef gert það.
Úlfar Hermannsson – 230 Reykjanesbæ

Við vorum ánægð með vingjarnlega og jákvæða framkomu starfsmanna í okkar garð en auk þess vorum við einstaklega ánægð með hve fljótt varan var tilbúin.
Stefán Freyr Stefánsson – 200 Kópavogi

Þjónustan var frábær, vel gengið frá öllu.
Ninja Dögg – 240 Grindavík

Gluggarnir hafa svo sannanlega staðist mínar kröfur. Þetta með hljóðeinangrunina eru sko ekki ýkjur, með ólíkindum hvað gluggarnir dempa hljóð vel. Menn vita greinilega hvað þeir eru að gera, bæði í sölu og við ísetningu. Mjög vel staðið að öllu, ekkert vesen, heldur pakki þar sem allt frá upphafi til enda er í lagi.
Ragnar W Hallbergsson – 111 Reykjavík

Já, ánægð með vörur og þjónustu, get ekki bent á neitt sem betur mátti fara. Mæli með PGV Framtíðarform.
Ása Björg – 104 Reykjavík

Við erum afar sátt við vörurnar og þjónustuna frá PGV Framtíðarform.
Húsfélagið Engihjalla 11 – 200 Kópavogi

Vörurnar uppfylltu mínar kröfur og þjónustan var til fyrirmyndar, og ég mæli hiklaust með PGV Framtíðarform ehf.
Sigrún Björnsdóttir Logafold – 200 Kópavogi

Mjög góðar íslenskar vörur og þjónustan til fyrirmyndar ég mæli hiklaust með PGV.
Róbert Pétursson – Grindavík

Hitinn í húsinu er allt annar og svo er næturopnunin mjög þægileg. Þjónustan var mjög góð. En það hefði mátt passa betur upp á nagla og skrúfur sem féllu til vegna gömlu gluggana. Ég get mælt með PGV Framtíðarform ehf og hef gert það.
Birkir Snær – Stóra Lambhaga

Svo sannarlega uppfyllti PGV Framtíðarform ehf mínar kröfur ! Allur frágangur til fyrirmyndar og ég hef nú þegar mælt með PGV.
Gunnar Aðalsteinsson – flugvirki, Garðabæ

Bæjarhaun 24, 220 I Opin 9-16 virka daga