50 % Timbur burt

þegar skipta á út timburglugga fyrir PVC glugga

Til að einfalda alla vinnu og gera hlutina sem best, erum við hjá PGV ávallt tilbúin til að aðstoða og veita sem bestu ráðgjöf.  Hér eftir er lýst í myndum og máli 50% burt ísetningaraðferðinni.  Þetta er gert til að einfalda málið og útskýra betur út á hvað aðferðin gengur.

1: Fyrsta skref er að taka burt gler og miðpósta úr gamla glugganum.   Mælið 6 cm inná karminn og merkið vel allan hringinn.  Sagið svo með hjólsög 5.5 cm djúpt allan hringinn.

2: Falsstykkið höggið í horn og fjarlægt, 21 x 60  timburefni sett í botn gluggans, kíttað og skrúfað við gamla karminn. Þetta er gert fyrir naglhald á frágangslista sem gengur upp undir      glugga og niður á vatnsbretti.  Skrúfað með 5 x 120 tréskrúfu.

3: Kítti er sett á gamla karminn og gluggi settur í  og er skrúfaður með steinskrúfum(7 x 82-110mm) gegnum göt sem boruð hafa verið í falsið í framleiðslu, gott er að nota 6.5mm steinbor fyrir gat útí stein. Glugginn er svo glerjaður þegar  hann er fastur.

4: Festi frauð er sprautað milli steins og nýja gluggans.  Eftir frauð er þornar er það skorið og kíttað milli steins og glugga, áfellan er svo sérsniðin og límd með límkittínu „Stix to all“.

5: Frágangslistar að utan. Setjið fyrst topplista með kantaða hlið niður og svo botnlistann.  Botnlistinn er negldur í timbur á botni, síðan hliðarlista settir á, sem ná frá topplista niður á vatnsbretti.  Frágangslistar svo kíttaðir við stein í sama lit og áfellur og. Drentappar límdir í drengöt.

Bæjarhaun 24, 220 I Opin 9-16 virka daga