PGV

FYRIRTÆKI

PGV Framtíðarform ehf var stofnað árið 2010 af þeim Gísla Jóhanni Sigurðssyni Húsasmíðameistara og Halldóri Þorlákssyni. Skammstöfunin PGV stendur fyrir “Plast Glugga Verksmiðja”. Verksmiðjan og öll framleiðsla er staðsett í Grindavík en einnig er söluskrifstofa og sýningarsalur í Reykjavík. PGV Framtíðarform ehf framleiðir viðhaldsfría PVC-u glugga, hurðir, sólstofur og einnig svalalokanir.

PGV Framtíðarform ehf er þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði og við leggjum okkur fram við að veita góða og skjóta þjónustu. Við erum jákvæð, jafnt inn á við sem út á við, við tökum verkefnin hátíðlega og sjáum til þess að viðskiptavinirnir fái fyrsta flokks ráðgjöf ásamt þjónustu.

Starfsfólk er ráðið á faglegum forsendum og ráðningar grundvallaðar á vel skilgreindum hæfniskröfum. Við tökum vel á móti nýliðum og leggjum áherslu á að þeir upplifi sig strax sem hluta af sterkri liðsheild.

Bæjarhaun 24, 220 I Opin 9-16 virka daga